Prófanir á bóluefni sagðar lofa góðu

AFP

Prófanir á nýju bóluefni gegn kórónuveirunni sem vísindamenn við Oxford-háskóla hafa þróað þykja hafa skilað góðum árangri og er það sagt þjálfa ónæmiskerfi til að berjast gegn veirunni.

Lyfið var prófað á 1.077 einstaklingum og niðurstaðan var sú að það efldi ónæmiskerfi þeirra og fjölgaði hvítum blóðkornum í baráttu gegn veirunni.

Frekari tilraunir verða framkvæmdar fljótlega en þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu hingað til þykir of snemmt að segja til um virkni bóluefnisins.

Samkvæmt frétt BBC er bóluefnið gert úr erfðabreyttri veiru sem veldur kvefi í simpönsum. Veiran er látin líkjast kórónuveiru og þannig á ónæmiskerfið að geta lært að glíma við hana.

Engar alvarlegar aukaverkanir fylgdu prófunum bóluefnisins en þó fengu um 70% þeirra sem prófuðu það hita eða höfuðverk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert