Á þriðja tug í sóttkví í Færeyjum

Grindhvalatorfa í sjónum við Þórshöfn, höfuðstað Færeyja.
Grindhvalatorfa í sjónum við Þórshöfn, höfuðstað Færeyja. AFP

Á þiðja tug manna eru komnir í sóttkví í Færeyjum eftir að þrír ferðamenn greindust smitaðir af kórónuveirunni við komuna til landsins í gær. Staðfest hefur verið að fólkið, þrír erlendir ferðamenn sem flugu til eyjanna, var með virkt smit en þetta eru fyrstu virku smitin í eyjunum frá í apríl.

Kringvarpið greinir frá því að allir sem sátu í tveimur röðum fyrir framan og aftan fólkið í fluginu, sem og í aðliggjandi röðum hinum megin gangsins, þurfi að fara í 14 daga sóttkví.

Alls hefur 191 smit greinst í Færeyjum, en umrædd þrjú smit eru þau einu virku í eyjunum. Tekin hafa verið 28.927 sýni, sem jafngildir um 56% af íbúafjölda Færeyja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert