Kveikti í sígarettu með gaskút í bílnum

Mikil mildi þykir að ökumaðurinn hafi sloppið með minni háttar …
Mikil mildi þykir að ökumaðurinn hafi sloppið með minni háttar brunasár og sviðið hár eftir að hann kveikti sér í sígarettu með gaskút í bifreiðinni við E6-brautina í Balsfjord. Ljósmynd/Lögreglan í Troms

Bet­ur fór en á horfðist á E6-braut­inni um Bals­fjord í norska fylk­inu Troms og Finn­mark nú und­ir kvöld þegar ökumaður nokk­ur stöðvaði bif­reið sína og hugðist kveikja sér í tób­aki í ró og næði. Ekki vildi þá bet­ur til en svo að kraft­mik­il spreng­ing varð í bif­reiðinni sem að öll­um lík­ind­um er handónýt eins og ljós­mynd­ir lög­regl­unn­ar í Troms bera með sér.

„Hann hlaut bruna­sár í and­liti og sviðið hár þótt reynd­ar hefði ekki kviknað í bif­reiðinni,“ seg­ir Morten Augensen, aðgerðastjóri lög­regl­unn­ar í Troms, í sam­tali við norska dag­blaðið VG sem enn frem­ur hef­ur það eft­ir hon­um að gaskút­ur hafi verið inni í bif­reiðinni sem all­ar lík­ur séu á að teng­ist spreng­ing­unni, að sögn slökkviliðs sem kom á vett­vang.

Aðgerðastjóri lögreglunnar í Troms sagði í samtali við VG að …
Aðgerðastjóri lög­regl­unn­ar í Troms sagði í sam­tali við VG að lög­regla þar á svæðinu myndi ekki eft­ir sam­bæri­legu at­viki við það sem varð þar nú und­ir kvöld. Ljós­mynd/​Lög­regl­an í Troms

Ökumaður­inn var flutt­ur með sjúkra­bif­reið und­ir lækn­is­hend­ur en var með meðvit­und og ekki al­var­lega slasaður að því er virt­ist. Lög­regla hef­ur enn ekki rætt við hann um gang mála og veit Augensen því ekki hvort hann var inni í bif­reiðinni eða utan henn­ar þegar hann bar eld að tób­aki sínu.

„Við mun­um rann­saka til­drög­in nán­ar,“ seg­ir aðgerðastjór­inn og kveður lög­regl­una í Troms ekki minn­ast þess að hafa komið að sam­bæri­legu óhappi.

VG

NRK

Af­ten­posten

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert