Samkvæmt nýrri skýrslu frá ítölsku hagstofunni létust 89% þeirra sem létust vegna COVID-19 beint vegna veirunnar, en ekki undirliggjandi sjúkdóms. Þá segir í nýrri rannsókn að tala þeirra sem látist hafi á Ítalíu vegna veirunnar sé töluvert hærri en sú sem talað er um opinberlega (um 35 þúsund).
11% þeirra sem létust vegna veirunnar á Ítalíu létust hins vegar beint úr skráðum undirliggjandi sjúkdómum, sem COVID-19 mun hafa magnað upp. Helmingur þessara tilfella voru öndunarfærasjúkdómar.
Það er ekki svo að í umræddum 89% tilfella hafi engin undirliggjandi veikindi verið að verki en örugg tölfræði í þeim efnum eru 28,2%. Í skýrslunni er sagt að í 28,2% dauðsfallanna hafi ekki verið um neinn undirliggjandi sjúkdóm að ræða, heldur alveg hraust fólk. Í 71,8% dauðsfallanna var að minnsta kosti einn annar þáttur en COVID-19 sem tengdist dauðanum, en algengasti hliðarþátturinn var hjartasjúkdómur.
Hópurinn sem dó þó að hann hefði enga undirliggjandi sjúkdóma var eins stórt hlutfall af heildinni hjá báðum kynjum en mun minni í yngri aldurshópum. Þannig dóu aðeins 18% án undirliggjandi sjúkdóma í aldurshópunum 0-49 ára.
Í ofangreindri skýrslu frá hagstofunni skýrslunni voru greind gögn frá 4.942 látnum, en samtals eru 35 þúsund sagðir hafa látist vegna veirunnar á Ítalíu. Í annarri rannsókn Jama Internal Medicine, sem Süddeutsche Zeitung fjallar um í nýrri grein, eru látnir þó sagðir fleiri en 35 þúsund.
Einn höfunda skýrslunnar segir við þýska blaðið að opinber tölfræði fyrir dauðsföll af völdum veirunnar vanmeti raunverulega fjölgun sem varð í dauðsföllum á tímanum.
Árin 2015-2019 dóu á tímabilinu 1. mars til 4. apríl að meðaltali 20.214 í þeim 1.689 sveitarfélögum sem rannsóknin tekur fyrir. Árið 2020 var þessi tala 41.329, meira en tvöfalt fleiri en fyrri ár.
Annað sem rennir stoðum undir það að kórónuveirudauðsföllin hafi verið vanmetin er síðan það að vikulegum dauðsföllum fjölgaði víða á Ítalíu um allt frá 1.000-10.000 samkvæmt skránum, en skráð kórónuveirudauðsföll voru mun færri en sem nam þessari fjölgun.