28,2% látinna ekki með undirliggjandi sjúkdóm

Kúbversk læknishönd hughreystir covid-sjúkling á Ítalíu, sem varð einna verst …
Kúbversk læknishönd hughreystir covid-sjúkling á Ítalíu, sem varð einna verst úti í faraldrinum af Evrópuþjóðum. AFP

Sam­kvæmt nýrri skýrslu frá ít­ölsku hag­stof­unni lét­ust 89% þeirra sem lét­ust vegna COVID-19 beint vegna veirunn­ar, en ekki und­ir­liggj­andi sjúk­dóms. Þá seg­ir í nýrri rann­sókn að tala þeirra sem lát­ist hafi á Ítal­íu vegna veirunn­ar sé tölu­vert hærri en sú sem talað er um op­in­ber­lega (um 35 þúsund).

11% þeirra sem lét­ust vegna veirunn­ar á Ítal­íu lét­ust hins veg­ar beint úr skráðum und­ir­liggj­andi sjúk­dóm­um, sem COVID-19 mun hafa magnað upp. Helm­ing­ur þess­ara til­fella voru önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­ar.

Það er ekki svo að í um­rædd­um 89% til­fella hafi eng­in und­ir­liggj­andi veik­indi verið að verki en ör­ugg töl­fræði í þeim efn­um eru 28,2%. Í skýrsl­unni er sagt að í 28,2% dauðsfall­anna hafi ekki verið um neinn und­ir­liggj­andi sjúk­dóm að ræða, held­ur al­veg hraust fólk. Í 71,8% dauðsfall­anna var að minnsta kosti einn ann­ar þátt­ur en COVID-19 sem tengd­ist dauðanum, en al­geng­asti hliðarþátt­ur­inn var hjarta­sjúk­dóm­ur.

Hóp­ur­inn sem dó þó að hann hefði enga und­ir­liggj­andi sjúk­dóma var eins stórt hlut­fall af heild­inni hjá báðum kynj­um en mun minni í yngri ald­urs­hóp­um. Þannig dóu aðeins 18% án und­ir­liggj­andi sjúk­dóma í ald­urs­hóp­un­um 0-49 ára.

Dóu fleiri en miðað hef­ur verið við 

Í of­an­greindri skýrslu frá hag­stof­unni skýrsl­unni voru greind gögn frá 4.942 látn­um, en sam­tals eru 35 þúsund sagðir hafa lát­ist vegna veirunn­ar á Ítal­íu. Í ann­arri rann­sókn Jama In­ternal Medic­ine, sem Süddeutsche Zeit­ung fjall­ar um í nýrri grein, eru látn­ir þó sagðir fleiri en 35 þúsund.

Einn höf­unda skýrsl­unn­ar seg­ir við þýska blaðið að op­in­ber töl­fræði fyr­ir dauðsföll af völd­um veirunn­ar van­meti raun­veru­lega fjölg­un sem varð í dauðsföll­um á tím­an­um. 

Árin 2015-2019 dóu á tíma­bil­inu 1. mars til 4. apríl að meðaltali 20.214 í þeim 1.689 sveit­ar­fé­lög­um sem rann­sókn­in tek­ur fyr­ir. Árið 2020 var þessi tala 41.329, meira en tvö­falt fleiri en fyrri ár. 

Annað sem renn­ir stoðum und­ir það að kór­ónu­veiru­dauðsföll­in hafi verið van­met­in er síðan það að viku­leg­um dauðsföll­um fjölgaði víða á Ítal­íu um allt frá 1.000-10.000 sam­kvæmt skrán­um, en skráð kór­ónu­veiru­dauðsföll voru mun færri en sem nam þess­ari fjölg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka