Sendir út hundruð alríkislögreglumanna

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um áformin í dag.
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um áformin í dag. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að hann hygðist senda „bylgju“ alríkislögreglumanna til bandarískra borga í herferð gegn glæpum. 

Trump segist „ekki hafa haft val“ um annað en að senda fleiri hundruð alríkislögreglumanna til Chicago, Albuquerque, Kansas-borgar og fleiri borga undir stjórn demókrata. 

Alríkislögreglumenn eru nú þegar til staðar í Portland í Oregon-ríki, en borgarstjóri Portland hefur sagt að viðvera þeirra hafi aðeins gert illt verra. 

Samkvæmt BBC hafa alríkislögreglumenn verið sakaðir um að keyra á ómerktum bílum og ekki borið nein auðkenni á búningum sínum í Portland. 

Aðgerðarsinn­ar í Port­land hafa, ásamt aðgerðar­sinn­um víðsveg­ar um Banda­rík­in og heim­inn all­an, mót­mælt vald­beit­ingu lög­reglu síðan Geor­ge Floyd, svart­ur Banda­ríksk­ur karl­maður, var drep­inn í haldi lög­reglu 25. maí síðastliðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert