Tryggja sér 100 milljónir skammta af bóluefni

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur komist að samkomulagi við bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer og hið þýska Biontech um greiðslu 1,95 milljarða Bandaríkjadala (265 ma.kr.) til að tryggja sér 100 milljónir skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni, sem er í þróun.

Þá hefur ríkisstjórnin einnig rétt til að kaupa 500 milljónir skammta til viðbótar, ef bóluefnið kemst í framleiðslu, að því er segir í yfirlýsingu frá Biontech. „Ameríkanar munu fá bóluefnið ókeypis í samræmi við skuldbindingar Bandaríkjanna um frían aðgang að kórónuveirubóluefni,“ segir enn fremur.

Þegar hefur breska ríkisstjórnin tryggt sér 30 milljónir skammta af sama bóluefni, og 160 milljónir skammta af öðrum bóluefnum sem eru í þróun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert