Tvær styttur af landkönnuðinum Kristófer Kólumbus sem áður stóðu í Chicago í Bandaríkjunum hafa verið fjarlægðar tímabundið. Fyrir viku síðan reyndu mótmælendur í borginni að steypa styttu af ítölskum landkönnuði af stalli sínum.
Þó stytturnar hafi einungis verið fjarlægðar tímabundið er um að ræða nýjustu minnisvarðana sem eru fjarlægðir í mótmælum gegn kynþáttamisrétti. Eru stytturnar sem fjarlægðar hafa verið til þessa álitnar tákn umkynþáttafordóma og heimsvaldastefnu í Bandaríkjunum.
Upprisan gegn gömlu táknunum varð til í kjölfar þess að George Floyd, svartur bandarískur karlmaður, var drepinn í haldi lögreglu. Andlát hans í Minneapolis hefur leitt til mótmæla í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi gegn grimmd lögreglu og kynþáttamisréttis.