Flugvél brotlenti á íbúðarhúsnæði

Vélin brotlendi á háalofti byggingarinnar.
Vélin brotlendi á háalofti byggingarinnar. AFP

Þrír létust þegar fisflugvél brotlendi á íbúðarhúsnæði í Wesel í norðvesturhluta Þýskalands. 

Fram kemur á vef BBC að enn eigi eftir að bera kennsl á hin látnu. Tveir hinna látnu voru mögulega um borð í vélinni þegar hún brotlenti. 

Lögregla var kölluð út klukkan 14:42 að staðartíma í dag vegna slyssins. „Þrír látnir einstaklingar, allir fullorðnir, fundust á háalofti byggingarinnar. Eitt barn slasaðist lítillega og var í miklu áfalli,“ segir Peter Reuters, yfirlögregluþjónn í Wesel. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert