„Markmiðið er að lögleiða heimilisofbeldi“

Þúsundir mótmæltu áformunum.
Þúsundir mótmæltu áformunum. AFP

Pólsk stjórnvöld ætla sér að draga sig úr Istanbúl-sáttmálanum svokallaða um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og gegn heimilisofbeldi. Zbigniew Ziobro, dómsmálaráðherra Póllands, greindi frá þessu í dag.

Ástæðan sem Ziobro gaf var að sáttmálinn væri „skaðlegur“ þar sem að hann leggur þær skyldur á skóla að kenna krökkum um kyngervi. Hann bætti því við að umbætur stjórnvalda síðustu ár veittu konum nægilega vernd. BBC greinir frá.

Þúsundir pólskra kvenna hafa mótmælt ákvörðuninni í mörgum borgum í Póllandi. „Markmiðið er að lögleiða heimilisofbeldi,“ sagði Magdalena Lempart, skipuleggjandi mótmælagöngunnar í Varsjá, í samtali við Reuters.

Ziobro sagði að ríkisstjórnin myndi formlega hefja það ferli að draga sig úr sáttmálanum, sem var fullgildur í Póllandi árið 2015, á mánudaginn. „Sáttmálinn inniheldur atriði af hugmyndafræðilegum toga, sem við teljum að séu skaðleg,“ sagði hann.

Forystuflokkurinn í Póllandi Lög og réttur (Pis) og samstarfsflokkar deila gildum með kaþólsku kirkjunni og stjórnvöld hafa lofað að gera hefðbundnum fjölskyldugildum hátt undir höfði.

Zbigniew Ziobro er dómsmálaráðherra Póllands.
Zbigniew Ziobro er dómsmálaráðherra Póllands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert