Heilbrigðisstarfsfólk í Brasilíu hvetur Alþjóðastríðsglæpadómstólinn (ICC) í Haag til að rannsaka viðbrögð ríkisstjórnar Jair Bolsonaro forseta landsins við kórónuveirufaraldrinum.
Hópurinn, sem inniheldur eina milljón heilbrigðisstarfsmanna, hefur sent dómstólnum gögn sem eiga að sanna mál þeirra.
Samkvæmt þeim hefur gáleysi stjórnvalda orðið tugum þúsunda að bana.
Ríkisstjórnin hefur ekki svarað þessum ásökunum.
Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr hættu af völdum veirunnar; hunsað fjarlægðatakmörk og hvatt til þess að takmörkunum vegna hennar verði aflétt.
Alls hafa um 2,5 milljónir Brasilíumanna smitast af kórónuveirunni.