Rússneskur dómstóll hefur dæmt fyrrverandi liðsmann í bandaríska sjóhernum, Trevor Reed, í níu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo lögregluþjóna á síðasta ári þegar hann var drukkinn.
Að sögn dómarans í málinu olli Reed lögregluþjónunum „andlegum og líkamlegum skaða“ með árásinni.
Bandaríkjamenn hafa fordæmt dóminn og segja hann eiga sér pólitískar rætur.
Reed, sem er 28 ára námsmaður frá Texas, var sakaður um að hafa ráðist á lögregluþjónana þegar verið var að aka honum á lögreglustöð.
Saksóknarar í málinu fóru fram á níu ára og átta mánaða dóm en hámarksrefsing fyrir athæfið er tíu ár.
#BREAKING A Russian court on Thursday sentenced Trevor Reed, a 28-year-old student and former U.S. Marine, to nine years in a prison colony for assaulting two police officers while drunk last yearhttps://t.co/JIPQZ6rzrR
— The Moscow Times (@MoscowTimes) July 30, 2020