Hurtigruten stöðvar starfsemi farþegaskipa

60 manns eru nú í sóttkví um borð í MS …
60 manns eru nú í sóttkví um borð í MS Roald Amundsen í Tromsø.

Norska farþegaskipaútgerðin Hurtigruten hefur ákveðið að hætta starfsemi farþegaskipa tímabundið eftir að hópsmit kom upp í einu af skipum þess.

Alls greindist 41 smitaður, þar af 36 í áhöfn, um borð í MS Roald Amundsen í þeim tveimur ferðum sem farnar voru í júlí.

Uppfært kl. 17:50: Samkvæmt nýjum tölum Lýðheilsustofnunar Noregs eru smitin í allt 39, 34 í áhöfn og fimm meðal farþega. Tveir úr áhöfninni, sem í fyrstu virtust skila jákvæðum sýnum, reyndust ekki sýktir.

Stjórnendur Hurtigruten hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hefja starfsemi of snemma og ekki staðið sig í að upplýsa þá 386 farþegar sem voru um borð eftir að fyrsta kórónuveirusmitið var staðfest. 

Forstjóri Hurtigruten, Daniel Skjeldam, segir stöðuna alvarlega og að fyrirtækið hafi ekki staðið sig nægjanlega vel og gert mistök. Í ljós hafi komið mistök innanhúss án þess að það sé skýrt nánar í fréttatilkynningu.

Lögreglan í Noregi hefur hafið rannsókn á málinu en áhöfn og farþegar Roald Amundsen eru í sótt­kví um borð í skipinu við Tromsø.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert