Sjö sjúkraflutningar tengdir COVID-19

Nýr sjúkrabíll slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Nýr sjúkrabíll slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti sjö sjúkraflutningum tengdum COVID-19 frá klukkan hálfátta í morgun til hálfátta í kvöld.

Það sem af er næturvaktinni hafa engir slíkir flutningar verið farnir, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Reykskynjari í gang í Austurbrún

Slökkviliðið var kallað að fjölbýlishúsi í Austurbrún í Reykjavík um hálfníuleytið í kvöld vegna reykskynjara sem fór í gang. Um eldamennsku var að ræða og þurfti slökkviliðið ekkert annað að gera þegar að var komið en að endurræsa brunavarnarkerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert