Risasprenging í Beirút

Gríðarstór sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Sprengingin varð á hafnarsvæði borgarinnar en ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni.

Eins og sjá má á myndskeiðum af sprengingunni myndaðist stærðarinnar reykský þar sem sprengjan sprakk og er þykkur reykjarmökkur yfir borginni. 

Líbanskir fréttamiðlar greina frá því að fjöldi fólks hafi verið fast undir rústum byggingarinnar sem var sprengd í loft upp. 

Samkvæmt AFP-fréttastofunni eru einhverjir særðir en ekki er vitað um mannfall. Þar kemur enn fremur fram að önnur sprengja hafi sprungið skömmu síðar.

Særður karlmaður á vettvangi í Beirút.
Særður karlmaður á vettvangi í Beirút. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert