Sagður í útlegð í Dóminíska lýðveldinu

Jóhann Karl ásamt Soffíu drottningu á síðasta ári.
Jóhann Karl ásamt Soffíu drottningu á síðasta ári. AFP

Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er sagður vera kominn í útlegð til Dóminíska lýðveldisins.

Í gær sagðist hann í tilkynningu til fjölmiðla ætla í útlegð.

Jóhann Karl liggur undir grun um spillingu í tengslum við 100 milljóna dala gjöf konungs Sádi-Arabíu til Spánarkonungs árið 2008.

Jóhann sagðist í gær hafa tekið ákvörðunina um að yfirgefa Spán til að hjálpa syni sínum, Filippusi VI Spánarkonungi, við að sinna skylduverkum sínum.

Ekkert kom fram í bréf konungsins fyrrverandi í gær um hvert hann ætlaði í útlegð eða hvenær hann hygðist yfirgefa heimaland sitt. Í dag greindi dagblaðið ABC aftur á móti frá því að hann hefði yfirgefið Spán á sunnudag og flogið til Dóminíska lýðveldisins í gegnum Portúgal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert