Fleiri en hundrað látin eftir sprengingarnar

Fleiri en 4.000 slösuðust í sprengingunum.
Fleiri en 4.000 slösuðust í sprengingunum. AFP

Fleiri en hundrað eru látin og á fimmta þúsund slösuð eftir sprengingar sem urðu í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðdegis í gær.

Borgin skalf í tveimur sprengingum sem urðu á hafnarsvæði borgarinnar, og mældust sprengingarnar 3,5 að stærð á jarðskjálftamælum.

Talið er að kviknað hafi í vöruskemmu þar sem forsetinn Michel Aoun segir að 2.750 tonn af ammóníum-nítrati hafi verið geymdar við óviðunandi aðstæður. Ammóníum-nítrat er notað til áburðarframleiðslu en er mjög sprengifimt og gjarnan notað af hryðjuverkamönnum, en ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða í Beirút í gær.

Aoun hefur boðað ríkisstjórn Líbanon á sinn fund í dag þar sem hann mun óska eftir því að neyðarástandi verði lýst yfir í landinu næstu tvær vikurnar, en vísa hefur þurft slösuðum frá sjúkrahúsum vegna anna eftir sprengingarnar.

Þá hefst þriggja daga þjóðarsorg í dag, miðvikudag.

Gífurleg eyðilegging blasir við í Beirút eftir sprengingarnar.
Gífurleg eyðilegging blasir við í Beirút eftir sprengingarnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert