Hundruð þúsunda misstu heimili sín

Allt að 300 þúsund íbúar höfuðborgar Líbanons, Beirút, eru heimilislausir í kjölfar tveggja stórra sprenginga á hafnarsvæði borgarinnar í gær.

Þetta segir ríkisstjóri Beirút og að tjónið sem varð í sprengingunum, sem hafði áhrif á yfir helming borgarinnar, hlaupi á þremur til fimm milljörðum bandaríkjadala. 

Rauði kross­inn í Líb­anon hef­ur staðfest að á annað hundrað séu látnir og á fimmta þúsund slasaðir eft­ir spreng­ing­arn­ar. 

Talið er að kviknað hafi í vöru­skemmu þar sem for­set­inn Michel Aoun seg­ir að 2.750 tonn af amm­ón­íumnítrati hafi verið geymd­ við óviðun­andi aðstæður. Amm­ón­íumnítrat er notað til áburðarfram­leiðslu en er mjög eldfimt og gjarn­an notað af hryðju­verka­mönn­um, en ekki er talið að um hryðju­verk hafi verið að ræða í Beirút í gær.

Aoun hef­ur boðað rík­is­stjórn Líb­anons á sinn fund í dag þar sem hann mun óska eft­ir því að neyðarástandi verði lýst yfir í land­inu næstu tvær vik­urn­ar, en vísa hef­ur þurft slösuðum frá sjúkra­hús­um vegna anna eft­ir spreng­ing­arn­ar. Þá hefst þriggja daga þjóðarsorg í dag, miðviku­dag.

Rauði kross­inn í Líb­anon hef­ur staðfest að á annað hundrað …
Rauði kross­inn í Líb­anon hef­ur staðfest að á annað hundrað séu lát­in og á fimmta þúsund slösuð eft­ir spreng­ing­arn­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert