Keyptu 50 milljónir ónothæfra gríma

Boris Johnson klæðist hér andlitsgrímu en milljónir slíkra grímna sem …
Boris Johnson klæðist hér andlitsgrímu en milljónir slíkra grímna sem ríkisstjórn hans pantaði eru ónothæfar. AFP

Rannsaka þarf kaup á 50 milljónum andlitsgríma sem voru keyptar fyrri breska heilbrigðiskerfið en síðar taldar ónothæfar fyrir heilbrigðisstarfsfólk, að sögn leiðtoga Verkamannaflokksins. Guardian greinir frá.

Samningur upp á 252 milljónir punda var gerður við fjárfestingafyrirtæki í apríl þegar ráðherrar reyndu í örvæntingu að útvega hlífðarfatnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem var þá af skornum skammti. 

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins. AFP

„Í marga mánuði var okkur sagt að ríkisstjórnin væri að festa kaup á réttum búnaði fyrir framlínuna. Enn og aftur þá hefur það ekki gerst,“ sagði Keir Stamer leiðtogi Verkamannaflokksins við fréttamenn í heimsókn til Norður-Wales á fimmtudag. 

„Nú þarf að fara fram rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í þessum tiltekna samningi vegna þess að það er bara ekki nógu gott að fólk sem þarfnast hlífðarbúnaðar sé sett í þessa stöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert