Þrír kærðir vegna hinseginfána

Aðgerðasinnar mótmæltu stefnu Andrzej Duda, forseta Póllands, í málefnum hinsegin …
Aðgerðasinnar mótmæltu stefnu Andrzej Duda, forseta Póllands, í málefnum hinsegin fólks. AFP

Lögreglan í Varsjá í Póllandi hefur handtekið og ákært þrjá sem grunaðir eru um að hafa hengt regnbogafána á styttur í borginni.

Voru þremenningarnir ákærðir fyrir að vanhelga stytturnar og misbjóða trúarlegum skoðunum.

Aðgerðasinnar sem mótmæltu stefnu Andrzej Duda, forseta Póllands, í málefnum hinsegin fólks hengdu fánana á styttu af Jesú, Kópernikusi og Varsjárhafmeyjunni, auk þess sem þau settu bleika grímu merkta hinsegin anarkisma á stytturnar.

Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki fordæmdi gjörðir aðgerðasinnanna og sagði stytturnar hafa gildi í augum fólks og væru mikilvægar milljónum Pólverja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert