Samkomubönn hafa engin áhrif á hlýnandi loftslag

Daglegur útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu minnkaði um 17% á hápunkti …
Daglegur útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu minnkaði um 17% á hápunkti samkomutakmarkana í Evrópu AFP

Sú minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda sem orðið hefur vegna samkomutakmarkana á heimsvísu mun engin áhrif hafa á hlýnandi loftslag.

Þetta segja vísindamenn í nýrri rannsókn sinni en BBC greinir frá.

Ný spá gerir ráð fyrir að meðalhiti á heimsvísu muni aðeins vera 0,01 gráðu lægri en áætlað var.

Daglegur útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu minnkaði um 17% á hápunkti samkomutakmarkana í Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert