Kjörstaðir opnuðu í morgun í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, þykir sigurstranglegur þrátt fyrir mótframboð Svetlönu Tsikanovskaju.
Í hópi fjögurra mótframbjóðenda forsetans hefur Tsikanovskaja skarað fram úr með skilvirkri og fágaðri kosningabaráttu, með fjöldafundum vítt og breitt um landið þar sem þúsundir hafa komið saman og kallað eftir breytingum og frelsi.
Samkvæmt BBC þykir Lúkasjenkó sigurstranglegur.
Auk Lúkasjenkó og Tsikanovskauju eru þrír aðrir í framboði: Anna Kanopatskaya, fyrrverandi þingmaður, Sergei Cherechen, leiðtogi flokks sósíaldemókrata, og Andrei Dmitiyev baráttumaður.