Skotnir til bana á griðasvæði

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á skotárás sem varð í …
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á skotárás sem varð í Nígeríu í dag. AFP

Árásarmenn á mótórhjólum stöðvuðu og skutu sex franska hjálparstarfsmenn, leiðsögumann og bílstjóra, sem keyrðu um á griðasvæði villtra dýra í Níger í dag. Kemur þetta fram á fréttaveitu The Guardian

Hópurinn varð fyrir árásinni á griðasvæði fyrir gíraffa, 65 kílómetrum vestan höfuðborgar Níger, Niamey. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni en frönsk stjórnvöld hafa varað við ferðalögum til svæða Níger þar sem hryðjuverkahópar á borð við Boko Haram ráða ríkjum. 

Talsmenn forseta Frakklands, Emmanuels Macrons, hafa staðfest að hjálparstarfsmennirnir sem létu lífið voru franskir ríkisborgarar og störfuðu fyrir hjálparsamtökin ACTED. Leiðsögumaðurinn og bílstjórinn sem einnig létu lífið voru heimamenn sem störfuðu á griðasvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert