Upplýsingaráðherra Líbanons segir af sér

Manal Abdel Samad, upplýsingaráðherra Líbanons, baðst afsökunar á að hafa …
Manal Abdel Samad, upplýsingaráðherra Líbanons, baðst afsökunar á að hafa brugðist líbönsku þjóðinni. AFP

Manal Abdel Samad, upplýsingaráðherra Líbanons, sagði af sér í dag en um er að ræða fyrstu afsögnina innan ríkisstjórnar Líbanons síðan sprenging olli mikilli eyðileggingu í Líbanon og dró að minnsta kosti 150 til dauða í Beirút, höfuðborg landsins.

„Eftir gríðarlegt stórslys í Beirút tilkynni ég afsögn mína,“ sagði Samad í yfirlýsingu. Þar baðst hún afsökunar á því að hafa brugðist Líbönum. 

Mynd frá mótmælum gærdagsins. Þar kom til átaka á milli …
Mynd frá mótmælum gærdagsins. Þar kom til átaka á milli lögreglu og mótmælenda. AFP

„Ekki nóg“ að einn ráðherra segi af sér

Í kjölfar afsagnar Samad hvatti Beshara Rai, stjórnandi Maronite-kirkjunnar í Líbanon, stjórnvöld til að stíga niður vegna sprengingarinnar sem varð 4. ágúst síðastliðinn. Hann lýsti sprengingunni sem „glæp gegn mannkyninu.“ Sprengingin er víða talin átakanlega sönnun fyrir rotnum kjarna stjórnvalda.

Að minnsta kosti sex þingmenn hafa sagt af sér í kjölfar sprengingarinnar.

„Það er ekki nóg að þingmenn eða einn ráðherra segi af sér,“ sagði Rai. „Það er nauðsynlegt að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér vegna þess að hún er ófær um að koma landinu áfram.“

Í gær mót­mæltu nokk­ur þúsund manns í Beirút rík­is­stjórn Líb­anons. Í sjón­varps­ávarpi sagði Hass­an Diab, for­sæt­is­ráðherra Líb­anons, að hann myndi óska eft­ir snemm­bún­um kosn­ing­um til þess að leiða þjóðina út úr þeirri kreppu sem hún er í. Kosn­ing­arn­ar verða rædd­ar á líb­anska þing­inu á mánu­dag. 

Líb­anon var í djúpri efna­hagskreppu og átti erfitt með að tak­ast á við heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru áður en spreng­ing­in varð. Mót­mæla­hreyf­ing gegn rík­is­stjórn­inni vaknaði í októ­ber síðastliðnum, knú­in áfram af slæmri fjár­hags­stöðu lands­ins og fallandi gjald­miðli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert