Sögðu af sér í skugga mótmæla

Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanons, tilkynnir um afsögn ríkisstjórnar sinnar.
Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanons, tilkynnir um afsögn ríkisstjórnar sinnar. AFP

Ríkisstjórn Líbanons hefur formlega sagt af sér í skugga mótmæla víða um landið í kjölfar sprengingar sem olli dauða yfir 200 manns. 

Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, tilkynnti um ákvörðunina í beinni sjónvarpsútsendingu fyrir skömmu. 

Ákvörðunin var tekin á ríkisstjórnarfundi fyrr í dag, en líklegt þykir að ríkisstjórnin muni áfram starfa sem starfsstjórn fram að kosningum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert