5G mál málanna í heimsókn Pompeo

Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna við komuna til Prag í morgun.
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna við komuna til Prag í morgun. AFP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kom til Prag í morgun en Tékkland er fyrsti áfangastaður hans í fimm daga heimsókn til ríkja í Mið-Evrópu. Meðal þess sem Pompeo hyggst ræða við ráðamenn í Evrópu er hlutur Kína í 5G-fjarskiptanetum.

Pompeo verður tvo daga í Tékklandi og fer síðan til Slóveníu, Austurríkis og Póllands en stjórnvöld í Póllandi hafa fagnað hugmyndum um flutning bandarískra hermanna frá Þýskalandi til Póllands.

Hlutur kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei er ofarlega í huga Pompeo en bandarísk yfirvöld telja ógn stafa af fyrirtækinu vegna forystu þess í 5G-væðingu netsins. Eins mun hann ræða hvernig hægt verði að draga úr orkusölu Rússa til Evrópu en Evrópa reiðir sig mjög á gas frá Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka