Metfjöldi kórónuveirusmita í Líbanon

Ástandið í Beirút er eldfimt.
Ástandið í Beirút er eldfimt. AFP

Metfjöldi kórónuveirusmita greindist í Líbanon síðastliðinn sólarhring, viku eftir að tvær stórar sprengingar lögðu stóran hluta höfuðborgarinnar Beirút í rúst.

Alls greindust 309 tilfelli veirunnar í Líbanon á síðasta sólarhring og sjö létust af völdum hennar.

Frá því í febrúar hafa alls 7.127 tilfelli verið staðfest og 87 dauðsföll.

Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum í landinu, sérstaklega í Beirút, síðan sprengingarnar urðu en að minnsta kosti 200 létust í þeim. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að óeirðir, líkt og hafa verið í Beirút eftir sprengingarnar, auki enn hættu á útbreiðslu kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert