Trump stóð við loforðið og gaf 200 öndunarvélar

Starfsmaður býr sig undir að hitamæla kirkjugesti. Opnað var fyrir …
Starfsmaður býr sig undir að hitamæla kirkjugesti. Opnað var fyrir heimsóknir í kirkjur og á samkomur þann 9. ágúst í Nígeríu. AFP

Sambandslýðveldinu Nígeríu hafa loks borist 200 öndunarvélar frá Bandaríkjunum sem eiga að hjálpa til í baráttunni við heimsfaraldurs kórónuveiru.

Donald Trump Bandaríkjaforseti lofaði forseta Nígeríu, Muhammadu Buhari, aðstoð í símtali þeirra sem fór fram 28. apríl og nú hefur verið staðið við það loforð.

„Heilbrigðisráðherra, Dr. Osagie Ehanire, tók við hjálpargögnunum frá sendiherra Bandaríkjanna í Nígeríu, Mary Leonard í Abuja-borg í gær,“ sagði talsmaður heilbrigðisráðuneytið Nígeríu í samtali við AFP.

Ehanire þakkaði Donald Trump Bandaríkjaforseta og bandarísku ríkisstjórninni fyrir gjafmildi og vináttuvott, bætti talsmaðurinn við.

Faraldurinn skall á Nígeríu, sem er fjölmennasta ríkið í Afríku, seint í febrúar. Síðan þá eru staðfest smit orðin 47.290 og dauðsföll 956.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert