Sögufrægar byggingar eiga á hættu að hrynja

Vinnumenn kanna ástand Sursock-safnsins, sem fór illa út úr sprengingunni. …
Vinnumenn kanna ástand Sursock-safnsins, sem fór illa út úr sprengingunni. Allir gluggar byggingarinnar brotunuðu. AFP

Unesco, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, varar við því að um 60 sögufrægar byggingar í Líbanon eigi á hættu að hrynja eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku. Áhrifa sprenginganna gætir um alla borg og misstu um þrjú hundruð þúsund manns heimili sitt. Mest voru áhrifin í hverfunum Gemmayzeh og Mar-Mikhael, sem bæði eru steinsnar frá höfninni þar sem 2.700 tonn af amm­ón­íum-nítrati sprungu í yfirgefinni vöruskemmu.

Meðal bygginga sem þarfnast brýns viðhalds eru Þjóðminjasafnið í Beirút, Fornleifasafn ameríska háskólans í Beirút og Sursock-safnið.

„Unesco heitir því að leiða viðbrögð á sviði menningar, en þau verða að vera þáttur í víðtækri enduruppbyggingu á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu Enerste Ottone, aðstoðarframkvæmdastjóra menningarmála hjá Unesco. Mikilvægt væri að ráðast í framkvæmdir til að tryggja að byggingar væru vatnsheldar áður en haustrigningartímabilið hefst.

Sarkis Khory, yfirmaður fornleifadeildar í menningarmálaráðuneyti Líbanon, sagði á fjarfundi með fulltrúum Unesco fyrr í vikunni að 8.000 byggingar hið minnsta hefðu farið illa út úr sprengingunni. „Meðal þeirra eru 640 sögufrægar byggingar, þar af um 60 sem eiga á hættu að hrynja.“ Viðhaldi sögulegra bygginga í borginni hefur lengi verið ábótavant og hafa voru áhyggjur af ástandi þeirra þegar til staðar, áður en sprengingin varð.

Önnur mynd úr Sursock-safninu.
Önnur mynd úr Sursock-safninu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert