Þúsund manns deyja á sólarhring

Dr. Anthony Fauci, sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna.
Dr. Anthony Fauci, sóttvarnarlæknir Bandaríkjanna. AFP

Fjöldi kórónuveirusmita á heimsvísu nálgast nú 21 milljón. Veiran er enn á miklu skriði á fjölda staða víða um heim og svo virðist sem illa gangi að ná tökum á útbreiðslu hennar. Þá greindust 50 þúsund ný smit í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn. Þetta kemur fram í tölum frá John Hopkins spítala. 

Aðra vikuna í röð létust yfir þúsund einstaklingar í Bandaríkjunum á sólarhring og eru dauðsföll þar á uppleið að nýju. Alls hafa 5,25 milljónir manna greinst með veiruna vestanhafs, þar af hafa 167.253 týnt lífi. 

Læknar vestanhafs hafa talsverðar áhyggjur af framangreindri þróun þar sem nú styttist óðum í „flensutímabilið“. Gera má ráð fyrir að það hefjist í október og vari allt fram í febrúar. Þannig telja sérfræðingar að út frá heilsufarsjónarmiðum sé erfiður vetur fram undan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert