Leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar Svetlana Tikhanovskaya, sem segist hafa borið sigur úr býtum í kosningunum í landinu á sunnudaginn, hefur hvatt til frekari mótmæla gegn forsetanum Alexander Lúkasjenkó um helgina.
„Hvít-Rússar vilja ekkert með síðustu ríkisstjórn hafa lengur. Meirihluti fólks trúir því ekki að hann hafi sigrað,“ sagði Tikhanovskaya í myndskeiði sem hún tók upp í nágrannalandinu Litháen þar sem hún dvelur núna.
Að minnsta kosti 6.700 manns hafa verið handteknir síðan mótmæli hófust í landinu. Tveir hafa látist og hundruð hafa særst.
Tikhanovskaya krefst þess að stjórnvöld sleppi fólkinu úr haldi og að öryggissveitir hverfi af götunum.
Hún vill að erlendar ríkisstjórnin aðstoði hana og stuðningsmenn hennar við að skipuleggja viðræður við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um valdaskipti.