Bráðnun Grænlandsjökuls óafturkræf

Bráðnun Grænlandsjökuls er orðin það mikil að snjókoma getur ekki lengur vegið á móti bráðnun í jöklinum, jafnvel þótt hlýnun jarðar stöðvaði í dag. Þetta kemur fram í fræðigrein sem birt var í tímaritinu Communications Earth and Environment.

Loftslagsbreytingar hafa haft hörmuleg áhrif á jökla heimsins, en bráðnun þeirra ógnar milljónum manna um heim allan. Á níunda og tíunda áratugnum samsvaraði bráðnun jökla um 450 milljörðum tonna af ís á hverju ári, en snjókoma vó þá á móti bráðnuninni.

En með hröðun bráðnunar – í dag samsvarar bráðnun jökla um 500 milljörðum tonna á ári – hefur snjókomunni ekki tekist að halda í við þróunina. Í greininni kemur fram að bráðnun Grænlandsjökuls sé stærsta einstaka orsök hækkunar sjávarmálsins.

Samvæmt fræðigreininni getur sjókoma ekki lengur vegið á móti bráðnun …
Samvæmt fræðigreininni getur sjókoma ekki lengur vegið á móti bráðnun Grænlandsjökuls. AFP

Þótt vísindamenn séu sammála að bráðnun Grænlandsjökuls sé áhyggjuefni, eru ekki allir sammála um hvort hún sé óafturkallanleg.

„Við vitum ekki hversu mikið samsöfnun gróðurhúsalofttegunda mun aukast,“ segir Ruth Mottram, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Danmerkur, í samtali við AFP. Niðurstöður greinarinnar sýni fram á að jafnvel þótt hlýnun stöðvaðist í dag – sem og losun gróðurhúsalofttegunda – myndi jökullinn halda áfram að bráðna, en aðeins þangað til að jökullinn nái jafnvægi við loftslagið á ný.

Í annarri rannsókn frá Háskólanum í Lincoln í Bretlandi segir að bráðnun í Grænlandsjökli muni orsaka um 10 - 12 sentímetra hækkun sjávarmáls fyrir árið 2100. Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar á vegum Sameinuðu þjóðanna spáir að sjávarmál muni hækka um 60 sentímetra fyrir næstu aldamót.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert