Grímuskylda á vinnustöðum í Frakklandi

AFP

Til stendur að gera grímunotkun að skyldu á flestum vinnustöðum í Frakklandi frá og með 1. september til að reyna að hefta úrbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi.

Samkvæmt frétt BBC munu reglurnar líklega ná til allra sameiginlegra rýma franskra vinnustaða þar sem fleiri en einn er viðstaddur. Einstaklingsskrifstofur verði undanskildar.

Tilfellum kórónuveirunnar hefur fjölgað í Frakklandi frá júlí, en þar er þegar víðtæk grímuskylda. 

Meðaltal nýrra smita daglega undanfarna sjö daga er vel yfir 2.000, eða tvöfalt hærra en það var í byrjun ágúst. 

Heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi telja að nærri fjórðung allra nýrra hópsýkinga megi rekja til vinnustaða.

Alls hafa 220 þúsund Frakkar smitast af kórónuveirunni og 30 þúsund látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert