Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur ráðlagt dönskum ríkisborgurum gegn ferðalögum til Íslands. Er það gert í kjölfar þess að Ísland tilkynnti um hertar aðgerðir á landamærum sem taka gildi á miðnætti í kvöld.
Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að með aðgerðunum sé svigrúm ferðamanna á Íslandi verulega takmarkað og að þess vegna sé Dönum ráðlagt frá ónauðsynlegum ferðalögum til Íslands.
Allir ferðamenn, nú einnig frá Danmörku, að sæta tvöfaldri sýnatöku og sóttkví þess á milli.
Ferðaviðvörun danska utanríkisráðuneytisins tekur gildi á miðnætti í kvöld, eða á sama tíma og nýjar reglur taka gildi á landamærum Íslands.