ESB fordæmir valdaránið í Malí

Leiðtogaráð Evrópusambandsins hefur krafist þess að þeim sem teknir voru höndum í valdaráni í Malí í gær verði sleppt tafarlaust. Meðal þeirra eru forseti og forsætisráðherra Malí. Þetta tilkynnti  Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins að loknum stafrænum neyðarfundi leiðtogaráðsins.

„Við trúum þvi að stöðugleiki á svæðinu og í Malí, og baráttan gegn hryðjuverkum, ætti að vera í algjörum forgangi,“ sagði Michel.

ESB hefur staðið fyrir þjálfun malískra hermanna síðan 2013, og hersveitir frá sambandinu hafa stutt ríkið í baráttu sinni við hryðjuverk í landinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa árásir af völdum jihadista, sem of ofbeldi milli þjóðflokka í Malí, sem og nágrönnunum í Níger og Búrkína Fasó, drepið að minnsta kosti 4.000 manns.  

Michel sagði að Evrópusambandið myndi vinna náið með alþjóðlegum og afrískum samtökum við að reyna að leysa þau vandamál sem stafar að Malí.

„Við trúum þvi að stöðugleiki á svæðinu og í Malí, …
„Við trúum þvi að stöðugleiki á svæðinu og í Malí, og baráttan gegn hryðjuverkum, ætti að vera í algjörum forgangi,“ sagði Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins. AFP

Fjölgar í hópi andstæðinga

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, bættist í hóp þeirra sem hafa fordæmt uppreisnina þegar hann gaf út tilkynningu þess efnis fyrr í dag.

„Bandaríkin fordæma uppreinina í Malí sterklega, rétt eins og við myndum fordæma nauðungarfærslu valds í öllum tilfellum,“ er haft eftir Pompeo í tilkynningunni.

„Frelsi og öryggi hinna handsömuðu embættismanna og fjölskylda þeirra þarf að vera tryggt.“

Ört fjölgar þeim sem fordæma valdaránið. Fyrr í dag tilkynnti formaður Afríkusambandsins og forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, að Afríkusambandið myndi ekki sætta sig við óstjórnskipulegri breytingu í stjórn landsins, og hvatti hann aðra afríska leiðtoga að gera slíkt hið sama.

Þá hafa stjórnvöld í Angóla og Alsír einnig lagt orð í belg, en áður hafði samband ríkja í Vestur-Afríku fordæmt uppreisnina.

Hópur hermanna tók forseta og forsætisráðherra Lýðveldisins Malí höndum á …
Hópur hermanna tók forseta og forsætisráðherra Lýðveldisins Malí höndum á þriðjudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert