Forseti Malí þvingaður til að segja af sér

Forseti Lýðveldisins Malí, Ibrahim Boubacar Keita, sagði af sér í …
Forseti Lýðveldisins Malí, Ibrahim Boubacar Keita, sagði af sér í nótt í kjölfar uppreisnar hóps hermanna. AFP

For­seti Malí, Ibra­him Bou­bacar Keita, sagði af sér í nótt eft­ir að hafa verið tek­inn hönd­um af upp­reisn­ar­hópi her­manna í gær. Þetta til­kynnti for­set­inn í sjón­varps­út­send­ingu stuttu eft­ir miðnætti.

Leiðtog­ar upp­reisn­ar­inn­ar lofuðu nýj­um kosn­ing­um í land­inu og vonuðust til að aðgerðir þeirra myndu reyn­ast lausn á stjórn­málakrísu í rík­inu.

Mik­il mót­mæli í kjöl­far þing­kosn­inga í mars og apríl höfðu varpað skugga á ný­skipaða rík­is­stjórn Keita. Spill­ing, auk­in um­svif íslamskra hryðju­verka­hópa og stöðnun í hag­kerfi lands­ins hef­ur valdið mik­illi ólgu í vesturafríska lýðveld­inu.

Í gær tók hóp­ur her­manna for­set­ann og for­sæt­is­ráðherr­ann hönd­um og flutti þá í her­stöð í námunda við höfuðborg­ina Bama­ko, sem her­menn­irn­ir höfðu tekið yfir um morg­un­inn.

Hermenn voru hylltir á götum miðborgar Bamako.
Her­menn voru hyllt­ir á göt­um miðborg­ar Bama­ko. AFP

„Hef ég þá nokkuð val?“

Fjöldi mót­mæl­enda hafði þegar safn­ast sam­an í miðborg Bama­ko; mót­mæl­end­ur heimtuðu af­sögn for­set­ans. Þegar fregn­ir bár­ust um hand­töku leiðtoga lands­ins brut­ust út fagnaðarlæti meðal mót­mæl­enda og her­menn­irn­ir voru hyllt­ir á göt­um borg­ar­inn­ar.

Þegar for­set­inn birt­ist á sjón­varps­skjám lands­manna til­kynnti hann taf­ar­lausa af­sögn sína og að rík­is­stjórn og þing lands­ins yrðu leyst upp.

„Ef það þókn­ast ákveðnum þátt­um hers­ins að ákv­arða að þetta muni enda með íhlut­un þeirra, hef ég þá nokk­urt val?“ sagði for­set­inn í út­send­ing­unni. „Ég verð að láta af völd­um, því ég vil ekki frek­ari blóðsút­hell­ing­ar.“

Ekki hef­ur feng­ist staðfest hvort for­set­inn hafi enn þá verið í haldi þegar út­send­ing­in átti sér stað.

Mikil mótmæli hafa geisað í landinu síðan í júní. Mótmælin …
Mik­il mót­mæli hafa geisað í land­inu síðan í júní. Mót­mæl­in hafa hlotið nafnið 15. júní-hreyf­ing­in. AFP

Lokuðu landa­mær­um við Malí

Ná­grann­ar Malí í Vest­ur-Afr­íku hafa for­dæmt vald­aránið, en áður en for­set­inn til­kynnti af­sögn sína höfðu aðilar ECOWAS (The Economic Comm­unity of West African States) lokað landa­mær­um sín­um fyr­ir Malí og hafið viðskiptaþving­an­ir gegn rík­inu. ECOWAS gaf út til­kynn­ingu í gær sem varaði við óstjórn­skipu­legri valda­til­færslu.

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna mun koma sam­an í dag á neyðar­fundi til að ræða ástandið í Malí. Ant­onio Gutier­res, aðal­rit­ari SÞ, heimtaði að Keita og for­sæt­is­ráðherr­an­um yrði sleppt strax og skil­yrðis­laust.

Yf­ir­völd í Banda­ríkj­um og Frakklandi blönduðu sér einnig í umræðuna. Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, for­dæmdi upp­reisn­ina og bauðst til að styðja mála­miðlun­ar­ferli til að leysa krís­una í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert