Helmingur landsmanna býr við fátækt

Staðan í Líbanon er slæm.
Staðan í Líbanon er slæm. AFP

Efnahagsástandið í Líbanon var það slæmt áður en sprengingarnar tvær urðu í höfuðborginni Beirút í byrjun mánaðar að helmingur landsmanna lifði við fátæktarmörk samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ESCWA, efnahags- og félagsmálanefnd fyrir Vestur-Asíu.

Þar segir að samkvæmt gögnum frá því í maí hafi 55% íbúa landsins búið við fátækt.

23% landsmanna bjuggu á þeim tíma við sárafátækt.

Efnhagsástandið versnaði til muna eftir sprengingarnar 4. ágúst þar sem 181 tíndi lífi. Um 6.000 slösuðust og um 300.000 urðu heim­il­is­laus.

ESCWA óttast það að „milli-stéttin“ muni leitast við að yfirgefa landið og að fátækt muni aukast mjög í kjölfar sprenginganna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert