Í lífstíðarfangelsi vegna Manchester-árásarinnar

Hashem Abedi.
Hashem Abedi. AFP

Hashem Abedi hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að sjálfsmorðssprengingu sem varð 22 að bana á tónleikum Ariönu Grande í Manchester árið 2017. Abedi er bróðir Salm­ans Abed­is sem sprengdi sig í loft upp í Manchester Arena að loknum tónleikum Grande.

Abedi var sakfelldur í gær en refsing hans kveðin upp í dag. Hann neitaði að hafa átt þátt í að skipu­leggja árás­ina þar sem 22 lét­ust og hátt í 1.000 særðust. 

Við mál­flutn­ing fyr­ir breska saka­mála­dóm­stóln­um Old Bailey kom fram að bræðurn­ir, sem fædd­ust í Manchester, hefðu í sam­einingu út­vegað sér efni til að nota í sprengj­una sem sprakk þegar tón­list­ar­kon­an Ari­ana Grande hélt tón­leika í borg­inni 22. maí 2017.

Hashem Abedi var einnig fund­inn sek­ur um morðtil­raun og fyr­ir sprengju­sam­særi. Ákæru­valdið hélt því fram að Hashem bæri jafn mikla ábyrgð á árás­inni fyr­ir þrem­ur árum.

Frá Manchester Arena fyrir þremur árum.
Frá Manchester Arena fyrir þremur árum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert