Vilja fljúga með Navalní til Berlínar

Frá inngangi sjúkrahússins í Omsk, þar sem Navalní liggur inni.
Frá inngangi sjúkrahússins í Omsk, þar sem Navalní liggur inni. AFP

Þýsku samtökin Cinema For Peace hafa útbúið flugvél með lækningatækjum til að flytja rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní til Berlínar frá Síberíu. Þar berst hann nú fyrir lífi sínu en grunur leikur á því að eitrað hafi verið fyrir honum.

„Vegna mannúðarástæðna höfum við komið á laggirnar flugvél með lækningatækjum sem getur komið með Navalní til Þýskalands,“ segir formaður samtakanna, Jaka Bizilj, í samtali við dagblaðið Bild. Segist hann bíða samþykkis þýskra stjórnvalda.

Samtökin hafa áður komið rússneskum stjórnarandstæðingum til aðstoðar og útveguðu til að mynda sjúkraflug árið 2018 fyrir liðsmann pönksveitarinnar Pussy Riot, en þá var einnig grunur um eitrun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert