25 verði ákærðir vegna Beirút-sprengingar

Sama al-Hamad, 6 ára gömul sýrlensk stúlka sem búsett er …
Sama al-Hamad, 6 ára gömul sýrlensk stúlka sem búsett er í Beirút og missti augað í sprengingunni, bendir á svæðið þar sem sprengingin varð. AFP

25 manns standa frammi fyrir ákærum vegna tengsla þeira við gríðarlega sprengingu í Beirút, höfuðborg Líbanon sem olli miklu skaða, dró fjölda fólks til dauða og varð til þess að ríkisstjórn landsins sagði af sér. Alls hafa sex handtökutilskipanir verði gefnar út en tvær þeirra voru gefnar út í dag. 

Önnur þeirra beinist að Hönnu Fares, sem starfaði hjá tollstjóranum í Beirút, og hin að Nayla al-Hajj, verkfræðingi sem ábyrgur var fyrir viðhaldsframkvæmdum á vöruhúsinu þar sem sprengingin varð. Þá hafa einnig verið gefnar út handtökutilskipanir á hendur hafnarstjóranum í Beirút og tollstjóranum.

Frakkar rannsaka hörmungarnar sjálfir

Eldur komst í stóran lager ammoníumnítrats sem var geymdur í mörg ár í vöruhúsinu sem staðsett var á höfninni í Beirút. Sú atburðarás setti af stað sprenginguna þann 4. ágúst sl. með fyrrgreindum afleiðingum. Að minnsta kosti 181 létust og 6.500 særðust. 

Líbönsk rannsókn á hörmungunum stendur nú yfir en margir hafa kennt opinberri vanrækslu og spillingu um það hvernig fór. Nokkrir franskir ríkisborgarar létust í sprengingunni og hafa frönsk stjórnvöld ýtt sinni eigin rannsókn úr vör. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert