Þýskum læknum hleypt að Navalní

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi.
Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa veitt þýskum læknum heimild til að ferðast á sjúkrahús til að huga að Alexei Navalní, einum helsta stjórnarandstæðings Rússlands og gagnrýnanda Pútíns Rússlandsforseta, en talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní. Þetta staðfestir talsmaður Navalnís og segir þetta jákvæða þróun mála.

Rússneskir læknar í borginni Omsk í Síberíu, höfnuðu í dag beiðni þýsku læknanna um að fá að flytja Navalní til Berlínar til aðhlynningar. Var Navalní sagður vera of veikur til flutninga. Rússnesku læknarnir sögðu einnig að engin ummerki um eitrun hafi fundist í líkama Navalnís.

Talsmaður Navalnís biðlar til stjórnvalda annarra Evrópuríkja um að þrýsta á að Navalní fái að fara úr landi. Eiginkona hans hefur einnig biðlað til  rússneskra stjórnvalda að Navalní fái meðferð erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert