Tugir elda geisa nánast stjórnlaust

00:00
00:00

Rýma hef­ur þurft fjölda heim­ila í Norður- og Mið-Kali­forn­íu vegna raðar nýrra kjar­relda sem hafa kviknað í rík­inu. Loft­gæði eru afar tak­mörkuð og hafa um 60 þúsund íbú­ar verið flutt­ir á brott. Bú­ist er við að það þurfi að flytja 100 þúsund til viðbót­ar á brott.

Flest­ir skógar­eld­arn­ir hafa kviknað vegna eld­inga fyrr í vik­unni en afar þurrt er í Kali­forn­íu um þess­ar mund­ir á sama tíma og hita­bylgja geis­ar. 

Und­an­farna fjóra daga hafa kviknað yfir 370 nýir kjar­reld­ar og af þeim eru á þriðja tug stórra elda sem enn brenna í Kali­forn­íu.

Rík­is­stjóri Kali­forn­íu, Gavin New­som, seg­ir árið 2020 ein­stakt að ýmsu leyti. Far­sótt, óvenjumarg­ar eld­ing­ar, hita­bylgja og skógar­eld­ar. Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir í rík­inu vegna eld­anna. 

Tveir af þeim sem hafa tekið þátt í slökkvi­starf­inu hafa lát­ist. Ann­ar var þyrluflugmaður sem lést er þyrla hans hrapaði þar sem hann var við slökkvistörf. Hinn var starfsmaður orku­fyr­ir­tæk­is­ins Pacific Gas and Electric (PG&E) sem var að hreinsa póla og raflín­ur en fannst lát­inn í bíl sín­um á miðviku­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert