Ástand Navalní stöðugt við komuna til Þýskalands

Þýskur hersjúkrabíll flutti Navalní á sjúkrahúsið frá flugvellinum.
Þýskur hersjúkrabíll flutti Navalní á sjúkrahúsið frá flugvellinum. AFP

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalní, er lentur í Þýskalandi og læknar segja ástand hans vera stöðugt. Hann var fluttur frá sjúkrahúsi í Síberíu að ósk ættingja hans. Grunur er uppi um að eitrað hafi verið fyrir Navalní sem hefur gagnrýnt Vladimír Pútín Rússlandsforseta harðlega í mörg ár.

Rússneskir læknar voru hikandi við að leyfa flutninginn á Navalní og það var talið geta ógnað lífi hans en leyfið var veitt í gær eftir að ættingjar biðluðu til Pútín og óskuðu eftir aðkomu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Læknar hafa ekki fundið nein merki um eitur í líkama hans, hvorki í blóði né þvagi. Hann veiktist skyndilega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu og talið er að eitri hafi verið blandað í teið sem hann fékk sér á flugvellinum en það sagt vera það eina sem hann innbyrti um morguninn.

Ítrekað ráðist á hann

Navalní, sem er 44 ára lögfræðingur, er þekkt­ur fyr­ir bar­áttu gegn spill­ingu í efstu lög­um stjórn­sýsl­unn­ar í Rússlandi og hef­ur ekki farið leynt með gagn­rýni sína á Pútín. Ítrekað hef­ur verið ráðist á Navalní og hann fang­elsaður í gegn­um tíðina.

Til að mynda var sótt­hreinsi­vökva kastað í and­lit hans árið 2017 og brennd­ust augu hans. Í ág­úst í fyrra af­myndaðist and­lit Navalnís þegar hann var í haldi lög­reglu fyr­ir að hafa tekið þátt í mót­mæl­um. Mynduðust sár og bólg­ur í and­liti hans og sögðu lækn­ar að um of­næmisviðbrögð væri að ræða en Navalní óskaði eft­ir því að rann­sakað yrði hvort um eitrun hefði verið að ræða. 

Þýskir sjúkraflutningamenn færa Navalní úr flugvélinni á börur.
Þýskir sjúkraflutningamenn færa Navalní úr flugvélinni á börur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert