Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Tiktok tilkynntu í gær að þeir myndu leita réttar síns vegna forsetatilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hyggjast bandarísk stjórnvöld loka miðlinum, nái bandarískt fyrirtæki ekki að festa kaup á honum fyrir 15. september, að því er fréttastofa CNN greinir frá.
Samkvæmt forsetatilskipun sem Trump gaf út nýverið verður miðlinum eytt ef bandarískt fyrirtæki festir ekki kaup á ByteDance, móðurfyrirtæki Tiktok.
„Til þess að tryggja að farið sé lögum samkvæmt og komið sé fram við notendur okkar af sanngirni neyðumst við til að láta reyna á forsetatilskipun [Donalds Trump] fyrir rétti,“ sagði í yfirlýsingu Tiktok til CNN.
Tiktok hafi reynt eftir bestu getu að komast að samkomulagi í viðræðum við bandarísk stjórnvöld, þar sem þau hafi lýst yfir áhyggjum af þjóðaröryggi vegna upplýsingasöfnunar miðilsins. Í þeim viðræðum hafi stjórnvöld hunsað staðreyndur málsins og í þess stað reynt að hefja samningaviðræður við fyrirtæki um framtíð miðilsins.