Vilja senda fárveika Rússa til Danmerkur

Takmörkuð aðstaða er í Færeyjum til að sinna bráðveikum einstaklingum …
Takmörkuð aðstaða er í Færeyjum til að sinna bráðveikum einstaklingum í öndunarvél. mbl.is/Björn Jóhann

Tveir rússneskir sjómenn eru í öndunarvél á gjörgæsludeild í Færeyjum vegna COVID-19. Almannavarnir í Færeyjum hafa fundað með yfirvöldum í Danmörku og er nú kannað hvort mögulegt sé að flytja mennina á sjúkrahús í Danmörku.

Mennirnir komu til Færeyja með rússneska togaranum Yantarnyy en talið er að 29 af þeim sem voru um borð hafi smitast af veirunni. Þeir veiktust áður en togarinn kom til hafnar í Kollafirði og var því öll áhöfnin skimuð.

Kringvarpið greinir frá þessu og er í frétt þess sagt að ástæðan fyrir því að almannavarnir í Færeyjum vilji flytja mennina til Danmerkur sé sú að takmörkuð aðstaða sé í Færeyjum til að sinna bráðveikum einstaklingum í öndunarvél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert