Lömunarveiki útrýmt í Afríku

Barn í norðaustur Nígeríu bólusett við lömunarveiki.
Barn í norðaustur Nígeríu bólusett við lömunarveiki. AFP

Lömunarleiki hefur nú verið útrýmt í löndum Afríku. Lömunarveiki kemur vanalega verst við börn yngri en fimm ára og leiðir stundum til óafturkræfrar lömunar. 

Í sumum tilfellum getur veikin verið banvæn. 

Fyrir 25 árum voru þúsundir barna í Afríku lömuð af veikinni. Í dag finnast tilfelli lömunarveiki aðeins í Afganistan og Pakistan. 

Nígería var í dag síðasta land Afríku til að útrýma veikinni, en fyrir innan við áratug síðan var yfir helmingur árlegra tilfella á heimsvísu þar í landi. 

Bólusetningarherferð yfirvalda í Nígeríu hefur ekki alltaf gengið sem skyldi, en mikið er um árásir hryðjuverkasveita á sumum dreifbýlum svæðum og hafa heilbrigðisstarfsmenn látið lífið við að sinna skyldum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert