Umhverfissamtökin Extinction Rebellion hafa skipulagt mótmæli fyrir utan breska þingið í Lundúnum eftir helgi.
Um helgina verða skipulagðar svokallaðar „svæðisbundnar uppreisnir,“ fyrir þá sem vilja forðast mikinn fjölda vegna kórónuveirunnar, en mótmælin fyrir utan þinghúsið hefst í raun og veru 1. september.
Fjölmenn mótmæli hafa verið skipulögð í Lundúnum, Cardiff og Manchester, en þungamiðja mótmælanna verður Parliament-torg fyrir utan þinghúsið í Lundúnum.
Alanna Byrne, talskona samtakanna, sagði í samtali við AFP aðgerðir breskra stjórnvalda í loftslagsmálum hafi mistekist og að tíminn sé á þrotum til að grípa til raunverulegra aðgerða gegn loftslagsvánni.
Samtökin hafa hvatt mótmælendur að huga að sóttvörnum þar sem hægt er; þau hafa mælt með grímunotkun og að viðstaddir verði með hanska.
Extinction Rebellion vöktu heimsathygli þegar mótmælaaðgerðir á vegum samtakanna lömuðu hluta Lundúnaborgar í apríl 2019. Mótmælendur lokuðu umferðagötum og brúm, en um 1500 voru handteknir í tengslum við mótmælin.