Smitum fjölgar mikið í Frakklandi

Kona með grímu við Eiffel-turn­inn í París.
Kona með grímu við Eiffel-turn­inn í París. AFP

Alls voru 6.111 kórónuveirusmit staðfest í Frakklandi síðasta sólarhringinn en það er mesti fjöldi smita síðan útgöngubanni þar í landi lauk í maí.

Auk þess er um næstmesta fjölda smita á sólarhring í faraldrinum að ræða en flest voru smitin 30. mars, 7.578, þegar fyrsta bylgja faraldursins var í hæstu hæðum.

Franska heilbrigðisráðuneytið greindi frá því að alls hafi 259.698 greinst með veiruna þar í landi.

Oli­vier Vér­an heil­brigðisráðherra heit­ir því að setja auk­inn kraft í COVID-19-sýna­tök­ur og er stefnt að því að á fyrstu viku sept­em­ber­mánaðar verði því marki náð að taka millj­ón sýni á einni viku. Mark­miðið er að all­ir þeir sem þurfi og vilji geti farið í sýna­töku.

Nú eru í hverri viku 800 sjúk­ling­ar með COVID-19 lagðir inn á sjúkra­hús en fyr­ir sex vik­um voru þeir 500 tals­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert