Þriðjungur hefur ekki aðgang að kennslu

Það hafa ekki öll börn aðgang að tölvum, sjónvörpum eða …
Það hafa ekki öll börn aðgang að tölvum, sjónvörpum eða útvarpi þegar kemur að fjarkennslu. UNICEF

Vegna kórónuveirufaraldursins hætti einn og hálfur milljarður barna að mæta í skólann um tíma á vorönninni. Skólar í flestum ríkjum heims buðu upp á fjarkennslu en að minnsta kosti 463 milljónir barna í heiminum geta ekki nýtt sér það form. UNICEF varar við því að staðan geti jafnvel verið enn verri því þrátt fyrir að tæknin sé kannski til staðar þá er ekkert öruggt að þau fái að nýta sér hana.

Fjarkennsla er ekki fyrir öll börn því þau hafa einfaldlega …
Fjarkennsla er ekki fyrir öll börn því þau hafa einfaldlega ekki aðgang að þeim tækjum sem til þarf. AFP

UNICEF birti í dag skýrslu um stöðu skólabarna á tímum COVID-19. „Fyrir að minnsta kosti 463 milljónir barna var ekki um fjarkennslu að ræða þegar skólum var lokað vegna COVID-19,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. 

UNICEF

Hún segir að afleiðinga þessa muni jafnvel gæta áratugum saman en í skýrslunni The Remote Learning Reachability er að finna upplýsingar frá 100 löndum. Meðal annars um aðgengi að sjónvarpi, útvarpi og neti og hvernig þessir miðlar voru nýttir þegar skólum var lokað vegna COVID-19.

Staðan er oft verst fyrir stúlkur þar sem þær þurfa …
Staðan er oft verst fyrir stúlkur þar sem þær þurfa að sinna mörgum verkefnum á heimilinu og hafa oft ekki aðgang að netinu. AFP

Skýrslan sýnir svart á hvítu ólíkt aðgengi barna í heiminum að menntun og þjónustu. Börn í ríkjum sunnan Sahara eru þau sem verst urðu úti þar sem helmingur allra skólabarna hefur ekki aðgengi að búnaði sem hægt er að nota til fjarkennslu. Staða yngstu barnanna er verst að því er segir í skýrslu UNICEF.

Á mörgum heimilum er ekki aðstaða til að læra og …
Á mörgum heimilum er ekki aðstaða til að læra og hvað þá aðgangur að neti. AFP

Samkvæmt UNICEF er ekki nóg að tækin og tólin séu til á heimilum barna því aðrir hlutir þykja oft nauðsynlegri en fjarnám. Má þar nefna heimilisstörf, vinnu utan heimilis, ófullnægjandi aðstæður og stuðningur ekki nægur til að geta nýtt sér þessar námsleiðir. 

Börn á fátækustu heimilunum og þau sem búa á afskekktustu stöðunum eru sá hópur sem hefur orðið verst úti. 

UNICEF

UNICEF hvetur stjórnvöld í ríkjum heims til að setja skólastarf í forgang og halda uppi kennslu í skólabyggingum. Þegar það er ekki mögulegt verði að reyna að tryggja aðgang allra barna að menntun með því að bæta aðgengi þeirra að upplýsingatækni. En umfram allt að setja það í forgang að hefja skólastarf með öruggum hætti í skólunum sjálfum. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert