Jacob Blake, bandarískur karlmaður sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í Wisconsinríki á sunnudag og dvelur nú á sjúkrahúsi, er laus úr handjárnum en hann hafði undanfarna daga legið handjárnaður við sjúkrarúm.
Lögreglan í borginni Kenosha í Wisconsin, þar sem Blake dvelur á sjúkrahúsi, sagði að Blake væri í varðhaldi vegna fyrri brota og af þeim sökum þyrfti hann að vera handjárnaður.
Jacob Blake er 29 ára gamall svartur karlmaður og er árás lögreglu sögð sprottin af rasisma. Lögreglumaður skaut hann sjö sinnum í bakið þegar lögregla reyndi að handtaka hann, að sögn rannsóknarlögreglumanns. Blake hefur dvalið á sjúkrahúsi síðan þá.
Lögmaður Blake sagði að lögregluþjónar sem fylgst höfðu með Blake á sjúkrahúsinu væru farnir og búið væri að afturkalla handtökuskipan á hendur honun. Blake er lamaður eftir árásina en ekki er ljóst hvort hann muni geta gengið framar.
Mikil mótmæli kviknuðu í kjölfar skotárásar lögreglu og standa þau enn. 17 ára piltur skaut tvo mótmælendur til bana á þriðjudagskvöldið en þingsetningu í réttarhöldum yfir honum hefur verið frestað um mánuð.
17 ára pilturinn, Kyle Rittenhouse, hafði komið til Kenosha ásamt öðrum hægri mönnum til að verja fyrirtæki frá skemmdum mótmælenda. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir morð og ólöglega skotvopnaeign.