Ekki lengur handjárnaður við sjúkrarúmið

Þess var minnst í dag að 57 ár eru liðin …
Þess var minnst í dag að 57 ár eru liðin frá ræðu Dr. Mart­in Lut­her King þegar hann lét fræk­in orð falla: „Ég á mér draum“. AFP

Jacob Bla­ke, banda­rísk­ur karl­maður sem var skot­inn sjö sinn­um í bakið af lög­reglu­manni í Wiscons­in­ríki á sunnu­dag og dvel­ur nú á sjúkra­húsi, er laus úr handjárnum en hann hafði undanfarna daga legið handjárnaður við sjúkrarúm.

Lög­regl­an í borg­inni Kenosha í Wiscons­in, þar sem Bla­ke dvel­ur á sjúkra­húsi, sagði að Blake væri í varðhaldi vegna fyrri brota og af þeim sökum þyrfti hann að vera handjárnaður.

Jacob Bla­ke er 29 ára gam­all svart­ur karl­maður og er árás lög­reglu sögð sprott­in af ras­isma. Lög­reglumaður skaut hann sjö sinn­um í bakið þegar lög­regla reyndi að hand­taka hann, að sögn rann­sókn­ar­lög­reglu­manns. Bla­ke hef­ur dvalið á sjúkra­húsi síðan þá. 

Lögmaður Blake sagði að lögregluþjónar sem fylgst höfðu með Blake á sjúkrahúsinu væru farnir og búið væri að afturkalla handtökuskipan á hendur honun. Blake er lamaður eftir árásina en ekki er ljóst hvort hann muni geta gengið framar.

Mikil mótmæli kviknuðu í kjölfar skotárás­ar lög­reglu og standa þau enn. 17 ára piltur skaut tvo mótmælendur til bana á þriðjudagskvöldið en þingsetningu í réttarhöldum yfir honum hefur verið frestað um mánuð.

17 ára pilturinn, Kyle Rittenhouse, hafði komið til Kenosha ásamt öðrum hægri mönnum til að verja fyrirtæki frá skemmdum mótmælenda. Hann á yfir höfði sér ákæru fyrir morð og ólöglega skotvopnaeign.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert