Fordæma hegðun mótmælenda

00:00
00:00

Rík­is­stjórn Þýska­lands for­dæm­ir „óviðun­andi“ hegðun mót­mæl­enda í Berlín í gær er hundruð voru hand­tek­in og ein­hverj­ir reyndu að brjóta sér leið inn í þing­húsið (Reichstag).

Reichstag er tákn­mynd lýðræðis okk­ar,“ seg­ir inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, Horst Seehofer, í viðtali við Bild í dag. „Það er óviðun­andi að sjá öfga­menn og vand­ræðagemsa not­færa sér það í eig­in þágu,“ seg­ir Seehofer en sótt­varn­a­regl­um var mót­mælt í Berlín og víðar í gær.

Að sögn lög­reglu komu 38 þúsund manns sam­an í miðborg Berlín­ar í gær til að mót­mæla hert­um sótt­varn­a­regl­um vegna kór­ónu­veirunn­ar. Til að mynda þarf fólk að bera grímu og gæta að fjar­lægðarmörk­um. Miklu fleiri mættu á mót­mæl­in en bú­ist hafði verið við. 

Í gær­kvöldi brut­ust nokk­ur hundruð mót­mæl­end­ur í gegn­um varn­ir lög­reglu og voru komn­ir að inn­gangi þing­húss­ins er lög­regla náði að stöðva þá með því að beita piparúða og hand­taka hluta þeirra. Alls voru 300 manns hand­tekn­ir í miðborg­inni í gær, hluti þeirra við þing­húsið en aðrir við rúss­neska sendi­ráðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert